Styrktaraðilum yngri flokka þakkað

Í Hveragerði er starfrækt öflugt yngri flokka starfa á vegum körfuknatteiksdeildar Hamars.

Hamar sendir lið til keppni í flestum flokkum á Íslandsmóti, annað hvort með sér lið eða í samstarfi við félöginn af Suðurlandi. Svo viðamiklu starfi fylgir alltaf kostnaður bæði í formi æfingagjalda, ferðalaga og síðast en ekki síst kaupa á keppnisbúningum.

Það er því ómetanlegt þegar fyrirtækin í okkar nærsamfélagi styðja við bakið á yngri iðkendum eins og gert var í vetur þegar fjögur fyrirtæki styrktu yngri flokka Hamars til kaupa á keppnisbúningum á alla iðkendur.

Fyrirtækin sem styrktu búningakaupinn voru: TRS á Selfossi, Byggingarfélagið Hamar á Selfossi, Dvalarheimilið Ás í Hveragerði og Kjörís í Hveragerði.

Takk kærlega fyrir okkur í körfunni hjá Hamri.

Fréttatilkynning

Fyrri greinSkráning hafin á Landsmótið
Næsta grein#metoo bylting og aðgerðir ræddar á héraðsþingi HSK