Styrmir Snær í belgísku úrvalsdeildina

Styrmir Snær Þrastarson kyssir Íslandsmeistarabikarinn. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Körfuknattleiksmaðurinn Styrmir Snær Þrastarson hefur gert þriggja ára samning við belgíska úrvalsdeildarliðið Belfius Mons.

„Mér líst mjög vel á þetta og ég tel þetta vera fullkomið skref í átt að mínum markmiðum á ferlinum,“ sagði Styrmir Snær í samtali við sunnlenska.is.

„Belfius Mons er eitt af sterkustu liðum belgísku úrvalsdeildarinar og hefur undanfarin staðið sig mjög vel í belgísku deildinni og Eurocup,“ sagði Styrmir ennfremur.

Styrmir Snær er uppalinn hjá Þór í Þorlákshöfn en hefur einnig leikið eitt tímabil með Hamri og eitt tímabil í bandaríska háskólaboltanum með liði Davidson Collage.

Hann átti frábært tímabil með Þórsurum í vetur og var valinn í úrvalslið Subway-deildarinnar.

Fyrri greinFáir staðir í heiminum jafnast á við Hveragerði
Næsta greinLagið sem gafst ekki upp