Hinn 19 ára gamli Styrmir Snær Þrastarson, leikmaður Þórs Þorlákshöfnm hefur verið valinn í karlalandslið Íslands í körfubolta fyrir komandi leiki í undankeppni HM.
Valið er verðskuldað en Styrmir Snær hefur vakið mikla athygli í úrvalsdeildinni í vetur og átt stóran þátt í góðu gengi Þórsara, sem sitja í 3. sæti deildarinnar. Styrmir er eini nýliðinn í hópnum, en meðal annarra leikmanna liðsins er Hvergerðingurinn Ragnar Ágúst Nathanaelsson.
Landsliðið heldur utan á laugardaginn kemur til Pristina í Kosovó og leikur tvo lokaleiki sína í riðlinum. Fyrri leikurinn verður fimmtudaginn 18. febrúar gegn Slóvakíu og sá síðari gegn Lúxemborg laugardaginn 20. febrúar. Báðir leikirnir verða í benni útsendingu á RÚV.
Craig Pedersen, landsliðsþjálfari, valdi eftirtalda þrettán leikmenn til að taka þátt í verkefninu að þessu sinni:
Nafn · Félag (landsleikir)
Elvar Már Friðriksson · BC Siauliai, Litháen (48)
Gunnar Ólafsson · Stjarnan (22)
Hjálmar Stefánsson · CB Carbajosa, Spánn (18)
Hörður Axel Vilhjálmsson · Keflavík (86)
Jón Axel Guðmundsson · Fraport Skyliners, Þýskalandi (13)
Kári Jónsson · Girona Basket, Spánn (14)
Kristinn Pálsson · Grindavík (15)
Ólafur Ólafsson · Grindavík (38)
Ragnar Ágúst Nathanaelsson · Haukar (49)
Sigtryggur Arnar Björnsson · Real Canoe, Spánn (12)
Styrmir Snær Þrastarson · Þór Þorlákshöfn (Nýliði)
Tómas Hilmarsson · Stjarnan (8)
Tryggvi Snær Hlinason · Basket Zaragoza, Spánn (41)