Í kvöld verður Suðurlandsslagur á Hvolsvelli þegar sunnlensku liðin tvö í 2. deild, KFR og Hamar, mætast. Leikurinn hefst kl. 20.
Ómar Valdimarsson, þjálfari KFR, segir að Rangæingar séu bjartsýnir fyrir leikinn. „Við erum klárir í leikinn. Þetta hlýtur að fara að detta inn hjá okkur,“ segir Ómar.
Salih Heimir Porca, þjálfari Hamars, segir að leikurinn leggist vel í hann og í hans huga er þessi leikur jafn mikilvægur. „Þetta er bara einn leikur af 22,“ segir Heimir en bætir við að það bæti aðeins á spennuna að þetta séu nágrannalið og bæði í botnbaráttu.
Sjá nánar í Sunnlenska fréttablaðinu.