Þorsteinn H. Halldórsson, þjálfari A-landsliðs kvenna í knattspyrnu, hefur valið 29 leikmenn til æfinga í nóvember. Um er að ræða leikmenn sem leika með félagsliðum á Íslandi.
Nánast þriðji hver leikmaður í hópnum er með tengingu við Selfoss. Úr liði Selfoss koma Barbára Sól Gísladóttir, Áslaug Dóra Sigurbjörnsdóttir, Bergrós Ásgeirsdóttir, Katla María Þórðardóttir og Unnur Dóra Bergsdóttir. Í hópnum eru tveir Selfyssingar til viðbótar, þær Sunneva Hrönn Sigurvinsdóttir, leikmaður FH og Karitas Tómasdóttir, leikmaður Breiðabliks.
Þá eru í hópnum þær Heiðdís Lillýardóttir, fyrrum leikmaður Selfoss og Sólveig Jóhannesdóttir Larsen, leikmaður Vals, sem ættuð er frá Selfossi og Kolsholti í Villingaholtshreppi.
Hópurinn mun æfa dagana 9.-11. nóvember í Miðgarði í Garðabæ.