Uppskeruhátið hestamanna fór fram á Broadway sl. laugardagskvöld og var þar mikið um dýrðir.
Sex knapaverðlaun voru veitt og fengu Sunnlendingar þrjú þeirra. Þórður Þorgeirsson í Akurgerði í Ölfusi var valinn kynbótaknapi ársins, Sigursteinn Sumarliðason, Hmf. Sleipni á Selfossi, íþróttaknapi ársins og Hinrik Bragason á Árbakka var valinn gæðingaknapi ársins.
Jóhann Skúlason var valinn knapi ársins og Arna Ýr Guðnadóttir var efnilegasti knapinn.