Körfuboltamaðurinn Jón Arnór Stefánsson var útnefndur Íþróttamaður ársins í kvöld í hófi í Gullhömrum í Reykjavík.
Jón Arnór fékk 435 stig af 480 mögulegum í kjörinu.
Þrjátíu íþróttamenn fengu atkvæði í kjörinu, þar af þrír Sunnlendingar. Dagný Brynjarsdóttir var í 18. sæti með 10 stig, Viðar Örn Kjartansson í 24. sæti með 2 stig og Jón Daði Böðvarsson í 28. sæti með 1 stig.
Niðurstöður kjörsins má sjá á Vísi.