Hamar vann góðan sigur á KFG í 1. deild karla í körfubolta í kvöld á meðan Selfoss tapaði gegn Snæfelli.
Hamar heimsótti KFG í Garðabæinn og þar var ekki mikið verið að spá í varnarleiknum. Jafnræði var með liðunum lengst af en Hamar leiddi í hálfleik 54-57. Í 3. leikhluta náði Hamar góðu forskoti og þeir héldu öruggu forskoti allan 4. leikhlutann. Lokatölur urðu 72-85.
Jaeden King var stigahæstur hjá Hamri með 34 stig og 8 fráköst en Jose Medina framlagshæstur með 30 stig, 12 stoðsendingar og 8 fráköst.
Selfoss var í heimsókn hjá Snæfelli í Stykkishólmi og eftir jafnan 1. leikhluta tóku heimamenn völdin. Snæfell leiddi 47-35 í hálfleik og þeir juku svo forystuna hægt og bítandi í seinni hálfleiknum. Snæfell náði mest 21 stigs forystu áður en Selfyssingar tóku á sprett og náðu að minnka muninn í 5 stig þegar fimm mínútur voru eftir. Nær komust þeir ekki og lokatölur urðu 94-79.
Ísak Júlíus Perdue var stigahæstur Selfyssinga með 16 stig og 7 fráköst.
Hamar er í toppsæti deildarinnar með 24 stig en ÍA á leik til góða í 2. sæti með 22 stig. Selfoss er í botnsætinu með 6 stig.