Sunnlensku liðin fá útileiki

Þór og Selfoss gætu mæst í 16-liða úrslitum ef allt gengur upp. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Í gær var dregið í 32-liða og 16-liða úrslit í bikarkeppni karla í körfubolta og 16-liða úrslit í bikarkeppni kvenna.

Sunnlensku liðin byrja bikarbaráttuna á útivelli en í 32-liða úrslitunum fer Þór Þ til Egilsstaða og leikur gegn Hetti og Selfoss mætir ÍA á Akranesi. Leikirnir fara fram 16.-17. október.

Hrunamenn og Hamar sitja hjá í 32-liða úrsltunum en í 16-liða úrslitum mæta Hrunamenn sigurliðinu úr viðureign Vals og Breiðabliks og Hamar mætir sigurliðinu úr viðureign KR og KR-b. Fari svo að Selfoss og Þór Þ vinni sína leiki í 32-liða úrslitunum, þá munu liðin mætast á Selfossi í 16-liða úrslitunum. Leikirnir í 16-liða úrslitum fara fram 30.-31. október.

Í 16-liða úrslitum kvenna mætir Hamar-Þór Haukum á útivelli en leikurinn fer fram 29. eða 30. október.

Fyrri greinSelfoss tapaði í spennutrylli
Næsta greinStofna starfshóp um uppbyggingu sundlaugarmannvirkja