Sunnlensku liðin fengu heimaleiki

Körfubolti. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Það verða áhugaverðir leikir í 16-liða úrslitum bikarkeppni karla og kvenna í körfubolta en dregið var í dag. Sunnlensku liðin fengu öll heimaleiki.

Í bikarkeppni karla verður úrvalsdeildarslagur í Hveragerði þar sem Hamar fær Hött í heimsókn. Selfyssingar, sem spila í 1. deildinni, fá stórt verkefni þegar Keflvíkingar koma í heimsókn í Gjánna.

Sextán liða úrslit karla verða leikin 10. og 11. desember næstkomandi en aðrar viðureignir í 16-liða úrslitunum eru:
Ármann – Stjarnan
KV – Valur
Álftanes – Fjölnir
Grindavík – Haukar
KR – Þróttur V.
Breiðablik – Tindastóll

1. deildarlið Hamar/Þór er fulltrúi Suðurlands í bikarkeppni kvenna og í 16-liða úrslitunum munu þær mæta úrvalsdeildarliði Fjölnis. Leikirnir í 16-liða úrslitum kvenna fara fram 9. og 10. desember en aðrir leikir eru:
Njarðvík – Tindastóll
Valur – Breiðablik
Þór Ak. – Aþena
Grindavík – ÍR
Stjarnan – Snæfell
Haukar – Ármann
Keflavík – Keflavík b

Fyrri greinNítján sækja um starf markaðs- og kynningarfulltrúa
Næsta greinSteypustöðin vinnur hratt að rafvæðingu tækjaflotans