Dregið var í 32 liða úrslit VÍS bikars karla í körfubolta í gær. Sunnlensku liðin fengu heimaleiki en Þorlákshafnar-Þórsarar sitja hjá.
Hamar fær Keflavík í heimsókn, Selfoss tekur á móti Fjölni og Laugdælir mæta Breiðabliki. Þór Þ situr hjá og fer beint í 16-liða úrslitin. Leikirnir í 32-liða úrslitunum verða helgina 20.-21. október.
Alls eru sextán lið skráð til leiks í bikarkeppni kvenna og verður því ekki leikið í 32-liða úrslitum. Hamar/Þór og Selfoss verða í pottinum þegar dregið verður í 16-liða úrslitin.