Sunnlensku lágu öll í leikjum sínum í 1. deild karla í körfubolta í kvöld. Selfoss og Hrunamenn áttu útileik en Hamar lék á heimavelli.
Selfoss heimsótti Skallagrím í Borgarnes. Skallagrímur leiddi 51-40 í hálfleik og jók forskotið enn frekar í 3. leikhluta. Selfoss náði að minnka muninn í sex stig í upphafi 4. leikhluta en nær komust þeir ekki og Skallagrímur sigraði að lokum, 90-82. Gerald Robinson fór mikinn í liði Selfoss, skoraði 29 stig og tók 11 fráköst.
Á Álftanesi mættust heimamenn og Hrunamenn. Það var mikið skorað framan af leik og eftir góðan kafla í 2. leikhluta leiddu Hrunamenn í hálfleik, 50-52. Álftanes réð hins vegar lögum og lofum í seinni hálfleiknum þar sem Hrunamönnum gekk ákaflega illa að verjast. Lokatölur urðu 118-90. Clayton Ladine var drjúgur fyrir Hrunamenn með 31 stig og 10 fráköst.
Hamar tók svo á móti deildarmeisturum Hauka og þar reyndust Haukarnir sterkari. Gestirnir leiddu 39-52 í hálfleik og eftir jafnan 3. leikhluta stungu Haukarnir af í þeim fjórða og sigruðu 86-107. Haukur Davíðsson var stigahæstur Hamarsmanna með 18 stig en Daði Berg Grétarsson var framlagshæstur með 13 stig, 4 fráköst og 9 stoðsendingar.
Staðan í deildinni er þannig að Selfoss er í 7. sæti með 22 stig, Hrunamenn í 8. sæti með 20 stig og Hamar í 9. sæti með 8 stig.
Tölfræði Selfoss: Gerald Robinson 29/11 fráköst, Gasper Rojko 12/8 stoðsendingar/3 varin skot, Trevon Evans 11/6 fráköst/15 stoðsendingar, Styrmir Jónasson 8, Ísar Freyr Jónasson 8/6 fráköst, Vito Smojver 5, Birkir Hrafn Eyþórsson 5, Sigmar Jóhann Bjarnason 4.
Tölfræði Hrunamanna: Clayton Ladine 31/10 fráköst/5 stoðsendingar, Kent Hanson 22/9 fráköst/6 stoðsendingar, Eyþór Orri Árnason 12, Yngvi Freyr Óskarsson 9/7 fráköst, Óðinn Freyr Árnason 7, Karlo Lebo 5, Hringur Karlsson 2, Þórmundur Smári Hilmarsson 2/4 fráköst.
Tölfræði Hamars: Haukur Davíðsson 18/4 fráköst, Björn Ásgeir Ásgeirsson 15/4 fráköst, Dareial Franklin 14/8 fráköst/5 stoðsendingar, Daði Berg Grétarsson 13/4 fráköst/9 stoðsendingar, Alfonso Birgir Gomez 10/5 fráköst, Mikael Rúnar Kristjánsson 7, Daníel Sigmar Kristjánsson 5, Baldur Freyr Valgeirsson 4.