Sunnlensku liðin skildu jöfn

Hjörvar Sigurðsson. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Uppsveitir og KFR mættust í hörkuleik í C-deild Lengjubikars karla í knattspyrnu á Selfossvelli í dag.

Kristinn Sölvi Sigurgeirsson kom Uppsveitum yfir strax á 3. mínútu leiksins og lengi vel virtust það ætla að verða úrslit leiksins. Fimm mínútum fyrir leikslok jafnaði Hjörvar Sigurðsson hins vegar metin með marki úr vítaspyrnu og lokatölur urðu 1-1. KFR er í 2. sæti riðilsins með 5 stig en Uppsveitir í 3. sæti með 4 stig.

Í gærkvöldi tók Árborg á móti Úlfunum. Aron Freyr Margeirsson og Sindri Þór Arnarson komu Árborg í 2-0 í fyrri hálfleik en Úlfarnir minnkuðu muninn undir lok fyrri hálfleiks. Í seinni hálfleiknum skoruðu gestirnir tvívegis, án þess að Árborg næði að svara fyrir sig og lokatölur leiksins urðu 2-3.

Fyrri greinUngmennaliðið tapaði á Akureyri
Næsta greinÍ vígahug í seinni hálfleik