Hamar er að missa af öruggu sæti í úrvalsdeild karla í körfubolta en liðið tapaði fyrir Vestra á Ísafirði í 1.deild karla í körfubolta í kvöld. Selfoss og Hrunamenn töpuðu einnig sínum leikjum.
Hamar elti Vestra nánast allan leikinn á Ísafirði í kvöld. Vestri leiddi 52-45 í hálfleik og munurinn breyttist lítið í seinni hálfleik. Lokatölur urðu 97-82.
Selfoss náði aldrei að ógna toppliði Breiðabliks sem náði góðu forskoti í fyrri hálfleik. Staðan í leikhléi var 58-37. Blikar juku forskotið enn frekar í 3. leikhluta en lokatölur urðu 107-79.
Hrunamenn áttu sömuleiðis undir högg að sækja gegn Fjölni en heimamenn leiddu allan leikinn. Staðan var 47-37 í hálfleik og forskot Fjölnis jókst jafnt og þétt í seinni hálfleik. Lokatölur urðu 94-58.
Hamar er í 2. sæti deildarinnar með 18 stig, þegar tvær umferðir eru eftir af deildarkeppninni en Breiðablik er á toppnum með 22 stig.
Hrunamenn og Selfoss eru áfram í botnsætunum, bæði lið með 6 stig.
Tölfræði Hamars: Jose Aldana 25/7 fráköst/13 stoðsendingar, Ruud Lutterman 16, Ragnar Ragnarsson 11/4 fráköst, Þorvaldur Orri Árnason 10/4 fráköst, Óli Gunnar Gestsson 9, Pálmi Geir Jónsson 5/5 fráköst, Maciek Klimaszewski 2/4 fráköst, Steinar Snær Guðmundsson 2, Ragnar Magni Sigurjónsson 2.
Tölfræði Selfoss: Sveinn Búi Birgisson 15, Svavar Ingi Stefánsson 13, Arnór Bjarki Eyþórsson 12, Kennedy Aigbogun 11/6 fráköst, Kristijan Vladovic 9, Gunnar Steinþórsson 8/6 fráköst, Tyreese Hudson 6, Terrence Motley 5/5 fráköst.
Tölfræði Hrunamanna: Yngvi Freyr Óskarsson 23/14 fráköst, Halldór F. Helgason 8, Páll Magnús Unnsteinsson 7, Orri Ellertsson 5, Eyþór Orri Árnason 5/5 fráköst/5 stoðsendingar, Þórmundur Smári Hilmarsson 4/5 fráköst, Dagur Úlfarsson 4, Aron Ernir Ragnarsson 2.