Sunnulækjarskóli á Selfossi vann til gullverðlauna í Lífshlaupinu í flokki skóla með 400 nemendur eða fleiri. Verðlaunin voru afhent í lok síðustu viku.
Í ár tók Sunnulækjarskóli í fyrsta skipti þátt í Lífshlaupinu, hvatningarleik grunnskóla á vegum ÍSÍ. Markmið verkefnisins er að fá sem flesta nemendur skólans til að hreyfa sig í 60 mínútur daglega á meðan átakið stendur yfir.
Foreldrafélag skólans hélt utan um verkefnið. Nemendur 10. bekkjar tóku að sér að kynna það fyrir nemendum og skrá árangur þeirra rafrænt en starfsfólk skólans sá um að hvetja nemendur til dáða. Þetta fyrirkomulag reyndist mjög vel og hvatti ÍSÍ aðra skólar landsins til að nýta sér þessa hugmynd.
Nemendur voruð mjög duglegir að hreyfa sig og tóku foreldrar virkan þátt í að aðstoða þau við hreyfingu og skráningu og myndaðist mikil stemning í skólanum.
Starfsmenn skólans skráðu sig til leiks í vinnustaðakeppni Lífshlaupsins og stóðu sig einnig mjög vel. Þetta öfluga og skemmtilega samstarf starfsmanna, nemenda og foreldra skilaði sér greinilega og hlaut skólinn fyrstu verðlaun fyrir árangurinn sinn, sigur í flokki skóla með 400 nemendur eða fleiri.