Hamar/Þór mætti Þór Ak í mögnuðum leik 1. deild kvenna í körfubolta á Akureyri í kvöld.
Þórskonur eru í harðri toppbaráttu en Hamar/Þór um miðja deildina og það var ekki útlit fyrir annað lengi vel en að Þór myndi sigra örugglega. Heimakonur leiddu 50-28 í leikhléi.
En þær sunnlensku sýndu úr hverju þær eru gerðar í seinni hálfleik og áttu magnaða endurkomu. Hamar/Þór saxaði aðeins á forskot Þórs í 3. leikhluta en undir lok leikhlutans og í upphafi þess fjórða gerði Hamar/Þór 28-7 áhlaup.
Hamar/Þór jafnaði 72-72 þegar 59 sekúndur voru eftir og komust yfir í kjölfarið en Þórsarar áttu síðasta orðið og þær tryggðu sér 76-74 þegar 4 sekúndur voru eftir.
Jenna Mastellone var stigahæst hjá Hamri/Þór með 23 stig og 13 fráköst og Yvette Adriaans átti sömuleiðis góðan leik með 19 stig og 9 fráköst.
Staðan í deildinni er þannig að Hamar/Þór er í 5. sæti með 20 stig en Þór Ak er í toppsæti deildarinnar með 32 stig.
Þór Ak.-Hamar/Þór 76-74 (20-14, 30-14, 18-22, 8-24)
Tölfræði Hamars/Þórs: Jenna Mastellone 23/13 fráköst/5 stoðsendingar, Yvette Adriaans 19/9 fráköst, Hildur Björk Gunnsteinsdóttir 9/5 fráköst, Emma Hrönn Hákonardóttir 8/5 fráköst/6 stoðsendingar, Ragnhildur Arna Kristinsdóttir 7/4 fráköst, Gígja Rut Gautadóttir 3, Helga María Janusdóttir 3, Jóhanna Ýr Ágústsdóttir 2.