Sveiflukennt hjá Hamri

Hamar náði ekki að slíta sig frá botnliðunum í 2. deild karla þegar liðið tapaði 3-0 fyrir ÍH á útivelli í gærkvöldi.

Hamar hefur reytt inn tíu stig í síðustu fimm umferðum í ágætum leikjum en í gærkvöldi voru Hafnfirðingarnir mun ákveðnari í sínum aðgerðum.

Með sigrinum minnkar bilið milli ÍH og Hamars niður í fimm stig en ÍH er áfram í fallsæti.

Fyrri greinLeiðrétting
Næsta greinMikill viðbúnaður í Landeyjahöfn