Svekkjandi jafntefli hjá Hamarskonum

Karen Inga Bergsdóttir, skoraði fyrir Hamar. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Hamar var hársbreidd frá sigri þegar Völsungur kom í heimsókn á Grýluvöll í dag í 2. deild kvenna í knattspyrnu.

Völsungur er í harðri toppbaráttu en Hamarskonur áttu í fullu tré við þær í dag. Fyrri hálfleikur var markalaus en níu mínútum fyrir leikslok kom Karen Inga Bergsdóttir Hamri yfir. Hamarskonur voru nálægt því að halda út og landa sigrinum en Völsungur náði að jafna metin á annarri mínútu uppbótartímans og lokatölur urðu 1-1.

Hamar er nú í 8. sæti deildarinnar með 9 stig en Völsungur er í 2. sæti með 22 stig.

Fyrri greinFesti hönd í heyvinnuvél
Næsta greinVélarvana bátur á Selvogsgrunni