Selfyssingar misstu af dýrmætum stigum í botnbaráttu 1. deildar karla í knattspyrnu í kvöld þegar liðið heimsótti Aftureldingu í Mosfellsbæ.
Afturelding komst í 2-0 á fyrstu tíu mínútum leiksins en Gary Martin minnkaði muninn fyrir Selfoss á 23. mínútu. Martin var svo aftur á ferðinni á lokamínútu fyrri hálfleiks og jafnaði 2-2.
Bæði lið fengu góð færi í seinni hálfleiknum og sigurinn hefði getað lent hvoru megin sem var. Ingvi Rafn Óskarsson kom Selfyssingum yfir á 66. mínútu en Afturelding jafnaði metin á 79. mínútu. Lokakaflinn var æsispennandi og Afturelding fékk dauðafæri undir lokin en Stefán Þór Ágústsson varði frábærlega í marki Selfoss.
Liðin vildu bæði fá þrjú stig út úr leiknum enda botnbaráttan hörð. Selfoss lyfti sér upp úr fallsæti og er með 5 stig í 10. sæti en Aftuelding er í 9. sætinu með 6 stig.