Ægir, sem er í bullandi fallbaráttu, tapaði 0-1 fyrir Aftureldingu, sem er í bullandi toppbaráttu, í 2. deild karla í knattspyrnu í kvöld.
Afturelding skoraði strax á 10. mínútu leiksins og þar við sat. Ægismenn áttu fínan leik og voru sterkari aðilinn þegar leið á leikinn en tókst ekki að skora, en skutu meðal annars í tréverkið.
Ægir er áfram í 11. sæti 2. deildar með 11 stig.
Í gær fékk Hamar Vatnaliljur í heimsókn í 3. deildinni. Hamarsmenn léku á alls oddi og voru komnir í 3-0 eftir tuttugu mínútna leik. Staðan var 3-1 í hálfleik en Hvergerðingar innsigluðu öruggan 5-1 sigur í seinni hálfleik.
Daníel Rögnvaldsson og Tómas Hassing skoruðu báðir tvívegis fyrir Hamar og Ingþór Björgvinsson skoraði eitt mark í sínum fyrsta leik eftir félagaskipti frá Selfossi.
Hamar er í nokkuð góðum málum í D-riðli 4. deildarinnar, með 21 stig í 2. sæti riðilsins.