Sverrir áfram á Selfossi

Sverrir Pálsson og Þórir Haraldsson formaður handsala samninginn. Ljósmynd/Aðsend

Sverrir Pálsson skrifaði á dögunum undir tveggja ára samning við handknattleiksdeild Selfoss.

Sverrir er einn af þeim leikmönnum sem kom Selfoss upp um deild á sínum tíma og hefur verið lykilmaður í sterkri vörn Selfyssinga síðan þá.

Í tilkynningu frá handknattleiksdeildinni kemur fram að þar á bæ séu menn og konur gríðarlega ánægð með að Sverrir hafi samið við Selfoss.

„Það verður spennandi að fylgjast með honum sem og liðinu öllu í vetur undir handleiðslu nýráðins þjálfara, Gríms Hergeirssonar,“ segir í tilkynningunni.

Fyrri greinPerla Ruth í Fram
Næsta greinEva María fyrsti Selfyssingurinn í Stórmótahóp FRÍ