Sverrir besti varnarmaður Olísdeildarinnar

Sverrir Pálsson stöðvar Hergeir Grímsson í leik gegn Stjörnunni í vetur. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Sverrir Pálsson, leikmaður Selfoss, er besti varnarmaður Olísdeildar karla í handbolta í nýlokinni deildarkeppni, miðað við tölfræði HBStatz.

Sverrir er að meðaltali með 5,6 stöðvanir í leik og 0,9 blokkuð skot svo eitthvað sé nefnt.

Fleiri Selfyssingar komast á blað hjá HBStatz því Richard Sæþór Sigurðsson er besti skotmaður deildarinnar með 83% skotnýtingu. Þá varð Einar Sverrisson næst markahæstur í deildarkeppninni með 133 mörk.

Selfyssingar hefja leik í úrslitakeppni Olísdeildar karla á laugardagskvöld gegn FH í Kaplakrika. Leikur tvö verður í Set-höllinni á þriðjudag kl. 19:40. Það er mikið FH-þema hjá Selfyssingum þessa dagana því kvennalið Selfoss mætir FH í undanúrslitum umspils um sæti í Olísdeildinni. Fyrsti leikur liðanna verður í Set-höllinni á sunnudag kl. 18.

Fyrri greinVarnargarður rofnaði við Markarfljót
Næsta greinHljóp heim til að hlusta