Þórsarar töpuðu naumlega fyrir Tindastóli í kvöld í Domino’s-deild karla í körfubolta, 92-95.
Fyrsti leikhlutinn var jafn en Þórsarar leiddu að honum loknum, 26-25. Áfram var jafnt inn í 2. leikhlutann en gestirnir lokuðu honum með áhlaupi og höfðu forystuna í hálfleik, 49-56.
Tindastóll byrjaði betur í seinni hálfleik og komst í 58-69 en þá komu sextán stig frá Þórsurum í röð sem breyttu stöðunni í 74-69.
Síðasti fjórðungurinn var hnífjafn en Þórsarar náðu að jafna metin, 92-92, þegar nokkrar sekúndur voru eftir. Tindastóll átti hins vegar síðustu sóknina og gestirnir tryggðu sér sigurinn með þriggja stiga körfu þegar ein sekúnda var eftir.
Tindastóll lyfti sér þar með upp í 3. sæti deildarinnar með 12 stig en Þór hefur 8 stig í 6. sæti.
Tölfræði Þórs: Tobin Carberry 31 stig/8 fráköst/5 stoðsendingar, Maciej Baginski 27 stig, Ólafur Jónsson 11 stig/12 fráköst, Davíð Arnar Ágústsson 7 stig, Emil Karel Einarsson 7 stig, Þorsteinn Már Ragnarsson 4 stig, Erlendur Ágúst Stefánsson 2 stig, Grétar Ingi Erlendsson 2 stig, Halldór Garðar Hermannsson 1/5 fráköst.