Taekwondo æfingar eru hafnar aftur á Stokkseyri eftir nokkra ára hlé. Æfingarnar eru samstarfs verkefni milli taekwondodeildar Selfoss og Ungmennafélags Stokkseyrar.
Að sögn Daníels Jens Péturssonar, yfirþjálfara, eru æfingarnar fyrir 6 ára og eldri og hentar íþrótti fólki á öllum aldri. Mætingin hefur verið verið góð á Stokkseyri en tæplega tuttugu krakkar mættu til að mynda á æfingu í síðustu viku.
Æfingarnar eru á fimmtudögum klukkan 16:30-17:30 í íþróttahúsinu á Stokkseyri og eru iðkendur á öllum aldri velkomnir, skráning er á Sportabler.