Taekwondofólk frá Selfossi vann sjö verðlaun á RIG

Taekwondodeild Ungmennafélags Selfoss vann til sjö verðlauna á Reykjavik International Games um helgina. Eftir mótið voru fjögur gullverðlaun, eitt silfur og tvö brons í húsi.

Daníel Jens Pétursson vann báða bardaga sína örugglega og hampaði gullverðlaunum og Dagný María Pétursdóttir átti frábæran dag og vann gull eftir sigur á norskum andstæðingi. Gunnar Snorri Svanþórsson sinn úrslitabardaga örugglega sem og Kristín Björg Hrólfsdóttir.

Þá hreppti Hekla Þöll Stefánsdóttir silfurverðaun í poomsae og þeir Ásgeir Yu og Ísak Máni Stefánsson unnu bronsverðlaun í sparring.

Fyrri greinBúist við stormi suðvestanlands
Næsta greinBjörgvin rekinn vegna fjárdráttar