Taka þátt í keppninni Sterkasta kona Íslands

Tvær selfysskar kraftakonur, þær Anna Heiður Heiðarsdóttir og Bryndís Ólafsdóttir, sem báðar æfa kraftlyftingar og aflraunir í Kraftbrennzlunni á Selfossi, verða meðal keppenda í keppninni „Sterkasta kona Íslands” sem fram fer í Mosfellsbæ í dag.

Báðar hafa þær æft stíft fyrir keppnina undir handleiðslu Benedikts Magnússonar þjálfara og eiganda Kraftbrennzlunnar. Bryndís, núverandi handhafi titilsins tekur nú þátt í keppninni í sjötta sinn, en hún hefur sigrað í keppninni alls fjórum sinnum.

Til mikils er að vinna því sigurvegaranum í keppninni verður boðin þátttaka í keppninni um sterkustu konu heims sem haldin verður í Finnlandi þann 24. nóvember.

Fyrri greinEfnilegir Rangæingar í Selfoss
Næsta greinFSu þokast upp töfluna