Laugdælir töpuðu 76-57 þegar þeir heimsóttu Þórsara á Akureyri í 1. deild karla í körfubolta í kvöld.
Heimamenn höfðu yfirhöndina allan leikinn en staðan var 35-20 í hálfleik.
Bjarni Bjarnason skoraði 22 stig fyrir Laugdæli og Pétur Sigurðsson kom næstur honum með 11.