Tap gegn toppliðinu

Eva Rún Dagsdóttir. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Selfoss heimsótti topplið Ármanns í 1. deild kvenna í körfubolta í Laugardalshöllina í kvöld.

Leikurinn var jafn í 1. leikhluta og að honum loknum var staðan 17-16, Ármanni í vil. Selfoss byrjaði illa í 2. leikhluta og Ármann gerði 26-5 áhlaup. Staðan var orðin 43-21 undir lok fyrri hálfleiks og staðan í leikhléi var 49-27.

Leikurinn var jafnari í seinni hálfleik en Ármann var áfram skrefinu á undan og sigraði að lokum 86-54.

Eva Rún Dagsdóttir var stiga- og framlagshæst Selfyssinga með 18 stig og 4 stoðsendingar.

Selfoss er í 5. sæti deildarinnar með 6 stig en Ármenningar sitja örugglega í toppsætinu með 26 stig.

Ármann-Selfoss 86-54 (17-16, 32-11, 22-17, 15-10)
Tölfræði Selfoss: Eva Rún Dagsdóttir 18, Valdís Una Guðmannsdóttir 17, Donasja Terre Scott 10/10 fráköst, Vilborg Óttarsdóttir 3, Sigríður Svanhvít Magnúsdóttir 2, Perla María Karlsdóttir 2, Eva Margrét Þráinsdóttir 2.

Fyrri greinAmma kom á tveimur hjólum til að bjarga mér
Næsta greinFundur Guðrúnar í beinni