Íslandsmeistarar Selfoss fengu skell gegn Val í fyrstu umferð Ragnarsmótsins í handbolta sem hófst í Hleðsluhöllinni á Selfossi í kvöld. Lokatölur urðu 22-28, Valsmönnum í vil.
Staðan í hálfleik var 9-14. Nökkvi Dan Elliðason var markahæstur Selfyssinga með 5 mörk og Hergeir Grímsson skoraði 4. Einar Baldvin Baldvinsson, nýr markvörður Selfyssinga, stóð sig vel í leiknum og varði 20 skot.
Í hinum leik kvöldsins sigraði ÍBV Fram örugglega, 30-19.
Mótið heldur áfram á morgun en þá mætast Haukar og Fram kl. 18:30 og strax þar á eftir, eða kl. 20:15 mætast Selfoss og ÍR.