Tap í fyrsta leik Þórsara

Þór tók á móti Njarðvík þegar keppni í fyrirtækjabikar karla í körfubolta hófst í kvöld. Gestirnir fóru með sigur af hólmi, 78-93.

Þór komst í 5-0 í upphafi leiks en gestirnir sneru þá við taflinu með því að skora ellefu stig í röð. Þór tók þá aftur sprett og jafnaði 16-16 í lok 1. leikhluta. Gestirnir skriðu síðan framúr í 2. leikhluta og leiddu í hálfleik, 36-44.

Njarðvík jók forskot sitt enn frekar í 3. leikhluta og höfðu fimmtán stiga forystu að honum loknum og hélst sá munur út leikinn.

Nemanja Sovic var bestur í liði Þórsara með 21 stig og 13 fráköst. Baldur Þór Ragnarsson skoraði 17 stig og þeir Tómas Heiðar Tómasson og Grétar Ingi Erlendsson skoruðu tíu stig hvor.

Fyrri greinFrítt í nýja líkamsræktaraðstöðu
Næsta greinLögreglan getur ekki sinnt forvarnarverkefnum