Selfosskonur töpuðu sínum fyrsta leik í Lengjubikarnum í knattspyrnu í gærkvöldi þegar liðið sótti Aftureldingu heim.
Afturelding komst í 2-0 í fyrri hálfleik en Anna María Friðgeirsdóttir minnkaði muninn fyrir leikhlé og staðan var 2-1 í hálfleik. Afturelding skoraði eina mark seinni hálfleiks og lokatölur urðu 3-1.
Selfoss tekur á móti FH í næsta leik, á Selfossvelli föstudaginn 13. apríl.