Tap í lokaleik gegn Fram

Kvennalið Selfoss tapaði 22-32 þegar liðið tók á móti Fram í lokaumferð N1-deildarinnar í handbolta í Vallaskóla í dag.

Fram hafði mikla yfirburði í fyrri hálfleik og leiddi í leikhléinu, 11-20. Leikurinn var jafnari í síðari hálfleik þar sem Selfyssingum tókst að halda Frömurum í tólf mörkum en þær vínrauðu skoruðu sjálfar ellefu mörk. Lokatölur voru því 22-32.

Carmen Palamariu var markahæst Selfyssinga með 7 mörk, Kristrún Steinþórsdóttir skoraði 6, Tinna Soffía Traustadóttir og Þuríður Guðjónsdóttir skoruðu báðar 3 mörk, Hildur Öder Einarsdóttir 2 og Thelma Sif Kristjánsdóttir 1.

Selfoss lauk keppni í 9. sæti deildarinnar með 8 stig og geta vel við unað með ungt lið sem er nýliði í deild þeirra bestu.

Fyrri greinSelfyssingar steinlágu gegn Fram
Næsta greinGuðrún Guðjónsdóttir hundrað ára