Hamar tapaði mikilvægum stigum í toppbaráttu A-riðils karla í knattspyrnu í kvöld þegar liðið mætti Kórdrengjunum á útivelli.
Bæði lið voru með þrettán stig fyrir leikinn og því mikið í húfi. Það fór svo að Kórdrengirnir skoruðu eina mark leiksins á 70. mínútu og þar við sat. Lokatölur 1-0 á
Kórdrengirnir fóru því í efsta sætið og eru með 16 stig en Hamar er með 13 stig í 4. sæti. Toppbaráttan í riðlinum er gríðarlega hörð en Kría hefur 15 stig í 2. sæti og Hvíti riddarinn 13 stig í 3. sæti. Tvö efstu liðin fara í úrslitakeppnina.