Hamarskonur sáu ekki til sólar í síðasta leik sínum í Iceland Express-deildinni í körfubolta í vetur. Hamar tapaði 60-95 fyrir Haukum á heimavelli.
Haukar byrjuðu betur í leiknum og komust í 0-14. Staðan var 10-26 að 1. leikhluta loknum.
Gestirnir komust í 10-33 í upphafi 2. leikhluta en Hamar skoraði þá sjö stig í röð og var leikurinn í járnum fram að hálfleik. Staðan var 25-47 í leikhléinu.
Liðin skiptust á um að taka spretti í 3. leikhluta en munurinn hélst svipaður og staðan var 43-68 þegar síðasti leikhlutinn hófst. Þar sigldu Haukar öruggum sigri í höfn.
Fanney Lind Guðmundsdóttir lét mest að sér kveða í leiknum og skoraði 20 stig. Samantha Murphy skoraði 13 stig en lék aðeins í tíu mínútur þar sem Lárus þjálfari dreifði spiltímanum vel og allir leikmenn liðsins léku níu mínútur eða meira.