Tap í síðasta heimaleiknum

Uppsveitamenn spá í spilin. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Uppsveitir töpuðu 0-4 gegn KFS í síðasta heimaleik félagsins í sumar í 4. deild karla í knattspyrnu.

Gestirnir frá Vestmannaeyjum voru komnir í 0-2 eftir sjö mínútna leik og bættu svo þriðja markinu við á 31. mínútu.

Staðan var 0-3 í hálfleik en seinni hálfleikurinn var öllu rólegri hvað varðar markaskorun. KFS bætti við fjórða markinu á 72. mínútu og þar við sat.

Uppsveitir eru í 7. sæti A-riðils með 9 stig en KFS er í toppsætinu með 29 stig.

Fyrri greinNýja slökkvistöðin á Hellu tekin í notkun
Næsta greinÁrni Steinn ekki með í vetur