Kvennalið Hamars fékk Fram í heimsókn á Grýluvöll í Hveragerði í 2. deildinni í knattspyrnu í kvöld.
Liðin eru að berjast á sitthvorum enda stigatöflunnar og þó að Hamarskonur hafi sýnt fín tilþrif í kvöld fór það svo að Framarar höfðu 0-2 sigur.
Gestirnir komust yfir á 10. mínútu leiksins og staðan var 0-1 í hálfleik en annað mark Framara kom þegar 10 mínútur voru liðnar af seinni hálfleik og þar við sat.
Hamar er áfram í 10. sæti deildarinnar með 7 stig en Fram er á toppnum með 24 stig. Þetta var síðasti heimaleikur Hamars í sumar en liðið mætir ÍA á útivelli í lokaumferðinni á þriðjudaginn.