Hamar tapaði í kvöld 97-87 gegn KR í Iceland Express-deild karla í körfubolta.
Hamar komst yfir í 1. leikhluta og leiddi 7-14 en KR náði að jafna undir lok leikhlutans, 27-27. KR-ingar tóku svo forystuna í 2. leikhluta og leiddu allt fram í 4. leikhluta. Staðan var 59-48 í hálfleik.
Hamarsmenn svöruðu fyrir sig undir lok 3. leikhluta og í upphafi þess fjórða, skoruðu þá 14 stig í röð og jöfnuðu 76-76. Þá kom góður kafli heimamanna sem skoruðu 13 stig gegn tveimur á þriggja mínútna kafla og gerðu þar út um leikinn. Hamar náði að minnka muninn í fimm stig en nær komust þeir ekki.
Svavar Páll Pálsson og Kjartan Kárason voru stigahæstir hjá Hamri með 14 stig, Nerijus Taraskus, Darri Hilmarsson og Andre Dabney skoruðu allir 13 stig og Ellert Arnarson 11. Snorri Þorvaldsson skoraði 5 stig og Ragnar Nathanaelsson var frákastahæstur með 7 fráköst og 4 stig.