
Selfyssingurinn Teitur Örn Einarsson var valinn leikmaður ársins fyrir keppnistímabilið 2019-2020 hjá sænska handknattleiksliðinu Kristianstad.
Teitur leikur sem skytta hægra megin í vörn og sókn hjá Kristianstad og varð næstmarkahæstur hjá liðinu á tímabilinu en átti auk þess flestar stoðsendingar á samherja sína.
Morgunblaðið greinir frá þessu.
Kristianstad komst á dögunum áfram í Evrópudeildinni án þess að spila en liðið iðið átti að mæta norska liðinu Arendal í fyrstu umferð. Ekkert varð af leiknum þar sem Arendal dró sig úr keppni vegna stífra sóttvarnareglna í Noregi.