Teitur Örn Einarsson, Umf. Selfoss, gerði sér lítið fyrir og bætti átta ára gamalt Íslandsmet í kringlukasti 13 ára drengja í síðustu viku.
Metið setti Teitur Örn á kastmóti fyrir 12-14 ára sem haldið var á Selfossvelli 31. ágúst og 1. september en hann kastaði 39,24 metra. Gamla Íslandsmetið var 38,92 metrar.
Á sama móti kastaði Halla María Magnúsdóttir mjög vel í kúluvarpi eða 11,65 m og vantaði einungis um 20 cm upp á að setja einnig Íslandsmet.
Frábær árangur hjá þeim, en margir bættu sinn besta árangur á mótinu. Greinilegt er að nýi frjálsíþróttavöllurinn á Selfossi er að skila sér í bættum árangri.