Handknattleiksmaðurinn Teitur Örn Einarsson frá Selfossi er gengin til liðs við þýska stórliðið Flensburg frá Kristianstad í Svíþjóð.
Teitur skrifaði undir samning við þýska liðið sem gildir út leiktíðina.
Teitur fór í læknisskoðun hjá Flensburg á sunnudag og æfði í fyrsta sinn með liðinu í morgun. Hann er kominn með leikheimild með þýska liðinu og gæti verið í leikmannahópi liðsins þegar það mætir ungverska liðinu Telekom Veszprem í meistaradeild Evrópu. Teitur mun leika í treyju númer 34 hjá Flensburg.
„Við erum að fá alvöru víking til okkar,“ segir Maik Machulla, yfirþjálfari hjá Flensburg, á heimasíðu félagsins. „Við áttum góðar viðræður við Kristianstad og Teit og hlutirnir gengu hratt fyrir sig. Teitur hefur góða skottækni og sprengikraft og mun hjálpa okkur mikið í sókninni. Okkur hefur vantað slagkraft hægra megin og nú er það undir okkur komið að aðlaga Teit að okkar leik og hugmyndafræði sem allra fyrst,“ segir Machulla ennfremur.
Moin Moin Teitur #Einarsson! 🤗
Wir freuen uns ebenso auf Dich!😉 #SGPower💙❤️#OhneGrenzen pic.twitter.com/WoqGYc2VnZ
— SG Fle-Ha (@SGFleHa) October 19, 2021