Þjónustusamningur við Selfoss körfu endurnýjaður

Bragi Bjarnason, bæjarstjóri og Guðbjörg Bergsveinsdóttir, formaður Körfuknattleiksfélags Selfoss skrifuðu undir samninginn sem gildir út árið 2025. Ljósmynd/Árborg

Sveitarfélagið Árborg og Körfuknattleiksfélag Selfoss hafa endurnýjað þjónustusamning sinn til eins árs.

Um er að ræða samning sem felur í sér mánaðarlegar greiðslur til þess að styðja við rekstur félagsins.

Þá var skrifað undir samning til stuðnings körfuknattleiksakademíunni sem rekin er af körfuknattleiksfélaginu í samstarfi við Fjölbrautaskóla Suðurlands. Sá samningur mun gilda næstu fimm skólaárin.

Fyrri greinVegleg gjöf frá kvenfélögunum til Hveragerðisbæjar
Næsta greinFirst Water lýkur 5,7 milljarða króna hlutafjáraukningu