
Sveitarfélagið Árborg og Körfuknattleiksfélag Selfoss hafa endurnýjað þjónustusamning sinn til eins árs.
Um er að ræða samning sem felur í sér mánaðarlegar greiðslur til þess að styðja við rekstur félagsins.
Þá var skrifað undir samning til stuðnings körfuknattleiksakademíunni sem rekin er af körfuknattleiksfélaginu í samstarfi við Fjölbrautaskóla Suðurlands. Sá samningur mun gilda næstu fimm skólaárin.