Sveitarfélagið Árborg og Ungmennafélag Selfoss hafa endurnýjað þjónustusamning sinn til eins árs.
Það voru Bragi Bjarnason, bæjarstjóri Árborgar og Helgi S. Haraldsson, formaður Umf. Selfoss, sem skrifuðu undir samninginn sem gildir út árið 2025.
Um er að ræða þjónustusamning sem felur í sér styrk til reksturs félagsins og framlags til barna- og unglingastarfs. Auk þess tekur ungmennafélagið að sér verkefni í kringum jól og þrettándann.
Þá var einnig skrifað undir áframahald á samningi við Umf. Selfoss varðandi rekstur á íþróttavallasvæðinu við Engjaveg á Selfossi. Gildir sá samningur einnig út árið 2025.