Þór Þorlákshöfn tapaði naumlega fyrir toppliði Njarðvíkur á útivelli í úrvalsdeild karla í körfubolta í kvöld. Eftir tvíframlengdan leik urðu lokatölur 117-113.
Leikurinn var jafn lengst af en staðan í hálfleik var 56-50. Njarðvík leiddi stærstan hluta seinni hálfleiks en þegar leið að lokum náðu Þórsarar sex stiga forystu, 85-91. Njarðvík komst yfir í kjölfarið en Þór átti síðustu sókn leiksins í stöðunni 94-94, en þriggja stiga skot Vincent Shahid geigaði.
Framlengingin var hnífjöfn og aftur fékk Shahid tækifæri til að klára leikinn í stöðunni 107-107 og valdi aftur að taka þriggja stiga skot – sem geigaði.
Í annar framlengingu áttu Njarðvíkingar einfaldlega meira á tanknum en Þórsarar spiluðu heillengi á sama mannskapnum í seinni hálfleik eftir að bræðurnir-Þrastarson höfðu báðir fengið sína fimmtu villu.
Vinnie Shahid var bestur í liði Þórs í kvöld með 37 stig og 19 stoðsendingar og Jordan Semple tók 21 frákast í leiknum, þar af 11 sóknarfráköst.
Njarðvíkingar eru á toppi deildarinnar með 30 stig og Þór í 8. sæti með 16 stig en öll liðin í kringum Þórsara eiga leik til góða.
Tölfræði Þórs: Vincent Shahid 37/10 stoðsendingar, Styrmir Snær Þrastarson 17/4 fráköst, Emil Karel Einarsson 15/4 fráköst, Pablo Hernandez 14/5 fráköst, Fotios Lampropoulos 11/7 fráköst, Tómas Valur Þrastarson 8, Jordan Semple 8/21 fráköst/4 varin skot, Davíð Arnar Ágústsson 3.