Þór Þorlákshöfn heimsótti topplið Tindastóls í úrvalsdeild karla í körfubolta á Sauðárkrók í kvöld. Slæm byrjun varð Þór að falli og Tindastóll sigraði örugglega, 109-96.
Byrjunin hjá Þórsurum var afleit, Tindastóll skoraði fyrstu ellefu stig leiksins og komst í 23-5. Staðan var 34-15 að loknum 1. leikhluta. Þór náði að klóra lítillega í bakkann í 2. leikhluta en varnarleikur liðsins var ekki góður og munurinn var 17 stig í hálfleik, 62-45.
Það var allt annað að sjá til Þórsara í 3. leikhluta og þeir náðu að minnka muninn í fimm stig, 78-73. Þá tóku Stólarnir aftur við sér og um miðjan 4. leikhluta var staðan orðin 98-83. Þór átti engin svör á lokakaflanum og Tindastóll vann öruggan sigur.
Jordan Semple átti sannkallaðan stórleik fyrir Þór, skoraði 26 stig, tók 19 fráköst og sendi 9 stoðsendingar.
Staðan í deildinni er hnífjöfn frá 4. niðurí 10. sæti. Þórsarar eru nú komnir niður í 10. sætið með 16 stig, tveimur stigum á eftir Val sem er í 4. sætinu. Tindastóll er á toppnum með 28 stig.
Tindastóll-Þór Þ. 109-96 (34-15, 28-30, 18-28, 29-23)
Tölfræði Þórs: Mustapha Heron 26, Jordan Semple 26/19 fráköst/9 stoðsendingar, Nikolas Tomsick 22/10 stoðsendingar, Justas Tamulis 13, Ólafur Björn Gunnlaugsson 9/4 fráköst.