Þór Þorlákshöfn fékk heimaleik gegn Njarðvík þegar dregið var í 16-liða úrslit bikarkeppni karla í körfubolta í hádeginu í dag.
Selfoss mætir Skallagrím á útivelli og Hamar fær Stjörnuna í heimsókn.
Í kvennaflokki mætir Hamar Val á útivelli.
Leikirnir fara fram dagana 15.-17. desember næstkomandi.