Sameiginlegt lið Þórs Þ/Hamars/Selfoss/Hrunamanna varð í dag Íslandsmeistari 10. flokks stúlkna í körfuknattleik eftir 37-48 sigur á Fjölni í úrslitaleik sem spilaður var í Garðabænum í dag.
Fjölnir hóf leikinn betur, en Sunnlendingar tóku forystuna í öðrum leikhluta. Frábær leikhluti Fjölnis í þriðja leikhluta gaf þeim forystuna að nýju, en endaspretturinn var Suðurlandsstúlkna, og þar með sigurinn. Hægt er að sjá myndir úr leiknum hérna.
Ása Lind Wolfram var valin maður leiksins en hún fór fyrir liði Suðurlands með 7 stig, 8 fráköst, 6 stoðsendingar og 3 stolna bolta. Elektra Mjöll Kubrzeniecka var stigahæst Sunnlendinga með 10 stig, Helga María Janusdóttir skoraði 7, Hildur Björk Gunnsteinsdóttir og Valdís Una Guðmannsdóttir 6 og þær Ingunn Guðnadóttir, Anna Katrín Víðisdóttir og Gígja Rut Gautadóttir skoruðu allar 4 stig.