Þór Þ/Hamar/Selfoss/Hrunamenn Íslandsmeistari í 10. flokki stúlkna

Sigurlið Suðurlands ásamt þjálfurnum Davíð Arnari Ágústssyni og Hallgrími Brynjólfssyni. Ljósmynd/KKÍ

Sameiginlegt lið Þórs Þ/Hamars/Selfoss/Hrunamanna varð í dag Íslandsmeistari 10. flokks stúlkna í körfuknattleik eftir 37-48 sigur á Fjölni í úrslitaleik sem spilaður var í Garðabænum í dag.

Fjölnir hóf leikinn betur, en Sunnlendingar tóku forystuna í öðrum leikhluta. Frábær leikhluti Fjölnis í þriðja leikhluta gaf þeim forystuna að nýju, en endaspretturinn var Suðurlandsstúlkna, og þar með sigurinn. Hægt er að sjá myndir úr leiknum hérna.

Ása Lind Wolfram. Ljósmynd/KKÍ

Ása Lind Wolfram var valin maður leiksins en hún fór fyrir liði Suðurlands með 7 stig, 8 fráköst, 6 stoðsendingar og 3 stolna bolta. Elektra Mjöll Kubrzeniecka var stigahæst Sunnlendinga með 10 stig, Helga María Janusdóttir skoraði 7, Hildur Björk Gunnsteinsdóttir og Valdís Una Guðmannsdóttir 6 og þær Ingunn Guðnadóttir, Anna Katrín Víðisdóttir og Gígja Rut Gautadóttir skoruðu allar 4 stig.

Bikarinn á loft. Ljósmynd/KKÍ
Fyrri greinHamar sótti stig á Vopnafjörð
Næsta greinÞrír í einangrun á Suðurlandi