Þór tryggði sigurinn í blálokin

Jordan Semple. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Þór Þorlákshöfn vann mikilvægan sigur á Stjörnunni í úrvalsdeild karla í körfubolta í kvöld, 98-92.

Leikurinn var jafn og spennandi allan tímann en Stjarnan leiddi í leikhléi, 53-57. Stjarnan var skrefinu á undan megnið af 3. leikhluta og langt fram í þann fjórða en þegar tvær og hálf mínúta voru eftir af leiknum jafnaði Þór 90-90 eftir að hafa skorað 9 stig í röð. Heimamenn héldu vel á spilunum í framhaldinu og skoruðu síðustu fimm stig leiksins.

Jordan Semple var stigahæstur Þórsara með 26 stig og 17 fráköst, Darwin Davis skoraði 20, Tómas Valur Þrastarson 18, Nigel Pruitt skoraði 16 og tók 8 fráköst og Jose Medina 10.

Þórsarar eru í 2.-4. sæti með 18 stig en Stjarnan er í 8. sæti með 14 stig.

Fyrri greinNáttúrulega Hveragerði
Næsta greinLoksins sigur hjá Selfyssingum – Hrunamenn töpuðu