Þórsarar mættu Njarðvík í oddaleik í 8-liða úrslitum Íslandsmóts karla í körfubolta þar sem heimamenn höfðu nauman sigur eftir ótrúlegan lokakafla, 98-97.
Leikurinn var jafn allan tímann, Njarðvíkingar voru skrefinu á undan og leiddu 52-49 í hálfleik. Þórsarar byrjuðu vel í seinni hálfleik og komust í 59-63 en Njarðvík svaraði jafn harðan. Munurinn var lítill á lokakaflanum og þegar 40 mínútur voru liðnar var staðan 87-87 og því þurfti að framlengja.
Frumkvæðið sveiflaðist milli liðanna í framlengingunni en á lokasekúndunni kom Darwin Davis Þór í 95-97 og virtist ætla að klára leikinn. Njarðvíkingar tóku leikhlé með 0,9 sekúndur á klukkunni og tókst í kjölfarið að finna þriggja stiga skot fyrir sigrinum, um leið og lokaflautið gall.
Frábær leikur í Njarðvík en niðurstaðan svekkjandi fyrir Þórsara sem eru komnir í sumarfrí. Njarðvík mætir Val í undanúrslitum.
Darwin Davis var stigahæstur Þórsara með 28 stig og 7 stoðsendingar, Jordan Semple skoraði 27 stig, tók 13 fráköst og sendi 7 stoðsendingar, Davíð Arnar Ágústsson skoraði 12 stig og Nigel Pruitt 11, auk þess sem hann tók 9 fráköst.