Þór Þorlákshöfn vann yfirburðasigur á Grindavík í lokaumferð úrvalsdeildar karla í körfubolta. Eftir ótrúlega byrjun í deildinni, þar sem liðið vann ekki leik, enduðu Þórsarar í 6. sæti og mæta Haukum í 8-liða úrslitum.
Leikurinn í Þorlákshöfn í kvöld var einstefna allan tímann. Þór leiddi 48-29 í hálfleik og þeir bættu enn frekar í eftir hlé og sigruðu að lokum 111-59.
Styrmir Snær Þrastarson var stigahæstur Þórsara með 24 stig og Vincent Shahid skoraði 23 og tók 9 fráköst.
Úrslitakeppnin hefst þann 4. apríl næstkomandi og eiga Haukar heimaleikjaréttinn í einvíginu.
Þór Þ.-Grindavík 111-59 (25-17, 23-12, 30-18, 33-12)
Tölfræði Þórs: Styrmir Snær Þrastarson 24/7 fráköst/6 stoðsendingar, Vincent Shahid 23/9 stoðsendingar, Pablo Hernandez 20/4 fráköst, Jordan Semple 14/10 fráköst, Emil Karel Einarsson 12, Tómas Valur Þrastarson 9/6 fráköst, Fotios Lampropoulos 4/9 fráköst, Davíð Arnar Ágústsson 3, Tristan Rafn Ottósson 2.