Íslandsmeistarar Þórs unnu öruggan sigur á KR í úrvalsdeild karla í körfubolta í kvöld, þegar liðin mættust í Þorlákshöfn.
Leikurinn var jafn í 1. leikhluta en í 2. leikhluta stungu Þórsarar af og staðan var 55-39 í hálfleik. Munurinn jókst enn frekar í 3. leikhluta en KR náði að klóra örlítið í bakkann undir lokin. Lokatölur urðu 101-85.
Þórsarar sitja nú í toppsæti deildarinnar með 14 stig, jafnmörg stig og Keflavík sem er í 2. sæti og á leik til góða. KR er í 7. sæti með 8 stig.
Luciano Massarelli var stigahæstur Þórsara með 30 stig en maður leiksins var Glynn Watson sem skoraði 18 stig, tók 9 fráköst og sendi 6 stoðsendingar.
Tölfræði Þórs: Luciano Massarelli 30, Glynn Watson 18/9 fráköst/6 stoðsendingar, Daniel Mortensen 13/6 fráköst, Tómas Valur Þrastarson 13, Ragnar Örn Bragason 10, Ronaldas Rutkauskas 7/10 fráköst, Emil Karel Einarsson 6/6 fráköst, Ísak Júlíus Perdue 4.